Ítarefni

Heiðar Sigurðsson

Sögur af Ragnhildi Steinsdóttur

Ragnhildur var trúkona mikil og bænheit og þótti kraftur fylgja bænum hennar. Hún var hagorð, en af kveðskap hennar kann ég aðeins eina vísu. Þau Þorvarður áttu son, sem Steinn hét. Til hans kvað einhver smávaxinn náungi og máski ekki fullvaxta þessa vísu, þegar þau bjuggu í Hellum: – Hvað ert þú að hrífugóla, Hella punga geir? Ertu að sækja soð til jóla svo sem blöndu Freyr. Ragnhildur svaraði fyrir son sinn: Þó að þú hæðir mína og mig,músarskottið gráa, á soði og blöndu seddu þig. Svo færðu vöxtinn háa. Ragnhildur var yfirsetukona og þótti takast mjög vel. Sagt er hún hafi tekið á móti Torfhildi Hólm, dóttur séra Þorsteins Einarssonar, og að Torfhildur hafi haft á henni miklar mætur alla ævi. Þessi saga var sögð um bænhita Ragnhildar. Hún sat yfir Sigríði Sigurðardóttur á Kálfafelli, konu Jóns Þórðarsonar, bróðursonar Ragnhildar, þegar hún átti fyrsta barn sitt. Þá var Ragnhildur

Lesa meira »

Sögur af síðustu ábúendum á Felli

Þórbergur Þórðarson lýsir Vigfúsi Sigurðssyni bónda á Felli svo: „Ég sá Vigfús langömmubróður minn einu sinni svo að mér sé í minni. Hann kom að Hala og stóð austan undir eldhúsveggnum, með bakið upp að veggnum og studdist fram á staf og var að tala við einhvern. Það var sólskin og sól áreiðanlega ekki komin í hádegisstað. Það skein austansól á Vigfús og vegginn. Mér sýndist hann vera afar gamall, og ég sá ekki betur en hann væri blindur. Hann horfði á móti sólinni eins og hann hitti ekki alveg á hana með augunum. Þá er mér óhætt að horfa mikið framan í hann, hugsaði ég og góndi mikið. Þá var ég lítill. Hann var með beint nef og sítt alskegg og tvær stórar tennur í efri góm, og það heyrðist í þeim líkt og maðkaflugu þegar hann talaði. Það var sagt að Vigfús hafi verið sterkur en frekar þungur

Lesa meira »

Þrír feðgar

Benedikt Erlendsson, Pálmi sonur hans og Kristinn sonarsonur Það bar til á austustu bæjunum í Suðursveit haustið 1843 að tveir menn sáust koma austan Kolgrímuaura með fjárhóp á undan sér. „Hverjir gátu þetta verið“, sagði fólkið á bæjunum. Allar réttir voru afstaðnar og ekki von á neinum rekstrum. Menn voru þetta samt og kindahóp ráku þeir á undan sér. Þegar hópurinn nálgaðist byggðina kom fólkið á bæjunum sér fyrir á þeim stöðum sem best sást til mannaferða. Það hljóp fram á hlaðvarpann, upp á bæjarveggina, jafnvel upp á húsþökin en allt kom fyrir eitt, enginn var nær um þessa dularfullu menn. Vestur Suðursveit mjakaðist hópurinn, bær tók við af bæ að horfa til þeirra en enginn komst að neinni niðurstöðu um hvaða menn þetta gætu verið. Þeir sem best þóttust sjá töldu að annar maðurinn væri kona en aðrir báru það til baka. Upp úr sólarlagi sást hópurinn hverfa heim

Lesa meira »

Skór hverfa

Sögn Elínar Jónsdóttur 1875, dóttur Elínar Guðmundsdóttur. Er foreldrar hennar bjuggu í Butru, sátu þau í fjósi eins og fátækt fólk í þá daga var vant að gjöra. Jón heitinn faðir hennar var vanur á kvöldin að láta hengja skó sína á fjóshurð að utanverðu svo þeir stiknuðu eða fúnuðu ekki inni, því lítið var um skæðaskinn, enda var það í þá daga siður. Eitt kvöld um haustið sendi hann Elínu með skó sína, þykka heminga (úr höm eða skekklaskinni af nauti). Hún hengdi skóna eftir vanda á hurðina og fór svo að sofa. Morguninn eftir, er hún ætlaði að sækja þá, voru þeir horfnir. Þau leituðu með dyrum og dyngjum, öllum hornum, en það kom fyrir ekki, skórnir fundust ekki að heldur. Aðrir skór voru gjörðir, og þessir gleymdust. En einhverju sinni snemma um veturinn héngu skórnir á sama stað einn morgun, er þau komu á fætur, og öldungis

Lesa meira »

Einbúinn í Kambtúni

Hann var alltaf kallaður Matti, en hét fullu nafni Karl Matthías Sigurðsson fæddur 30. október 1887. Hann átti heimili á Skálafelli en var búinn að vera á ýmsum stöðum. Hann hóf búskap í Kambtúni 1934 er foreldar okkar, Ólafur Gísalson og Sigríður Björnsdóttir, leyfðu honum að byggja sér bæ og útihús í landareign sinni, nánar tiltekið í hvammi vestan við Hestgerðiskamb er nefnist Kambtún. Hann nefndi bæ sinn Hvamm. Fjárhús og íveruhús voru byggð í sömu tóft en skilið á milli og var járn á þaki timburþil. Íveruhúsið var þiljað innan. Sveitungarnir hjálpuðu honum við að byggja húsin en móðir okkar eldaði matinn handa þeim og borðuðu þeir heima hjá okkur en kaffi var þeim fært. Það gekk fljótt að byggja húsin og sannast þar að margar hendur vinna létt verk og fljótt var komin mynd á bygginguna og þak yfir. Í minningunni var alltaf gott veður í þá daga.

Lesa meira »

Hallæristíðir

Þegar hallæristíðirnar voru, bjó á Felli í Suðursveit ríkur bóndi, Þorsteinn Vigfússon, maður Ingunnar, sem var hálfsystir Elínar, er sagði mér söguna. Ingunn var víst nokkrum áratugum eldri en Elín, sem dó á áttræðisaldri nú fyrir tuttugu árum. Þorsteinn þessi átti Fellið, sem þá var hundrað hundraða, en er nú aðeins metið eitt hundrað. Jörðin hefur góðar fjörur, en Vatnajökull hefur eyðilagt hana. Eitt vor átti Ingunn barn, og var þá svo þröngt í búi, að hún lét sjóða handa sér á sængina gamlan og tóman, hanginn grútar selmaga, og deif hún maganum ofan í grútinn, sem af rann. Sagði hún svo frá síðar, að enginn réttur hefði sér smakkazt betur, því hungrið kryddaði hann. Sama vorið, eða vorið áður, kom göngufólk austan úr sveitum til að fá sér gistingu. Veturinn hafði verið geipiharður, svo að fólk horféll. Um vorið rak hákarl á Felli, og var lifrin brædd, en grútnum,

Lesa meira »

Komdu í Kamptún, ef þér þykir langt

Sögn Elínar Guðmundsdóttur og fleira fjörgamals fólks þar eystra Fyrir ævalöngu var vegur frá Möðrudal á Fjöllum og þeim bæjum yfir Vatnajökul og niður í Staðarhálsa, skóglendi innar af Staðardal í Suðursveit eystra. Þar er nú jökull hár. Því voru þessar ferðir tíðkaðar, að aflasælt var um þær mundir undir Hálsakletti og víðar þar í grennd. Komu þangað að norðan ár hvert margir sjóróðrarmenn, og áttu þeir búðir sunnan undir Hestagerðiskambi, er Kamptún nefnast. Sjást þar enn greinileg merki um tóftir, og þær nokkrar að mig minnir. Ég reið þar oft um í æsku. Annar flokkurinn átti sér sjóbúðir í Borgarhafnarhálsum, úti á fjörunni. Ógjörla man ég, hvort það sér nú merki búða, því það er ekki á alfaravegi, en stendur við sjó. Urðu þeir úr Kamptúni að fara sjóleið yfir Hestgerðislónið, er þeir fóru til sjávar. Af líferni þessara manna eru ennþá, eftir svo margar aldir, margar ljótar sögur,

Lesa meira »

Bjarndýrið í Sævarhólum

Á Sævarhólum í Suðursveit (nú er sú jörð í eyði) kom það fyrir dag einn um vetrartíma að veður var svo vont að ekki varð komist í eldhúsið til að kveikja upp eld. Það var útieldhús. Síðla um dagin lagði bóndi til að komast í eldhúsið til að ná hangikjöti handa fólkinu. Furðar hann á því að eldhúsið er opið en þegar hann kemur inn sér hann að bjarndýr liggur þar inni og hefur fætt af sér tvo húna og voru þeir að sjúga. Bónda sýndist dýrið mjög sultarlegt. Tók hann því eitt sauðarkrof og fleygði fyrir það. Át dýrið krofið með mikilli græðgi og sýndist honum það vilja meira. Þar var hrútur í eldhúsinu. Virtist honum það líta girndaraugum til hrútsins. Tók hann þá hrútinn og skar hann og fleygði skrokknum til dýrsins og át það hann með bestu lyst og sýndist bónda það þá vera í góðu skapi.

Lesa meira »

Vertu ekki hugsjúk

Systir Elínar Guðmundsdóttur, Hólmfríður að nafni, var gift manni, sem Jón hét. Dætur hennar og þeirra Elínar lifa ennþá. Hólmfríður þessi lagðist í einhverri veiki, og þegar veikin minnkaði, tók hún svoddan beinkröm, meðfram af langvinnri legu, að hana ætlaði að kreppa. Þeirra meðala var leitað, er föng voru á, en það kom fyrir ekki, hana kreppti meira og meira, svo fólk hélt, að hún yrði kararaumingi. Dreymdi þá Elínu heitina, sem þá var í Steinum, að bláklædd kona kæmi að rúmi hennar og segði: ,,Vertu ekki hugsjúk út úr heilsulasleika systur þinnar, því ég skal gefa henni smyrsl, þau er duga.” Hún vaknaði og þóttist sjá svip konunnar, er hún gekk burtu. En upp frá þessu fór henni að batna í fætinum, og sjúkdómurinn endaði svo, að hún varð alheil og lifði eftir það mörg ár. En ekki er þess getið, að konan hafi gefið henni nokkur smyrsli. Torfhildur

Lesa meira »

Árni á Sævarhólum

Sögn Elínar Guðmundsdóttur, sem dó um áttrætt, en henni sagði gamalt fólk þar eystra, sem dó fjörgamalt í ungdæmi hennar, og átti þessi saga að hafa gerzt í ungdæmi foreldra þeirra, sem kunna að ættfæra fólkið gjörsamlega og mundu öll nöfnin. Þá var allsherjaþing á Þingvöllum og líflát tíðkuð. Á Sævarhólum í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu bjó bóndi, sem Árni hét. Hann var orðlagt valmenni, stillingarmaður mesti og kom hvívetna fram til hins bezta. Hann þótti vel greindur og vel menntur, að þeirrar tíðar hætti. Hann var kvæntur, en búin er ég að gleyma hvað konan hét. Hún var talin góð kona, en lítilsigld, og bar lítið á henni. Ekki er ótrúlegt, að hún hafi verið við aldur og hann átt hana til fjár, því þau áttu engin börn. Þó var þess ekki getið. Vinnukonu höfðu þau hjón, æði mikla fyrir sér, og sat hún mjög svo ofan á húsfreyju. Hann

Lesa meira »
Scroll to Top