Sunnan við sand

Vestasta bæjarhverfi kallast Sunnan við Sand og íbúarnir sunnsendingar. Landsvæði þess nær frá Steinvötnum í austri að mörkum Suðursveitar og Öræfa á Breiðamerkursandi í vestri. Áður fyrr var hverfið kallað Fellshverfi, með skýrskotun til höfuðbólsins Fells undir samnefndu fjalli austast á sandinum. Árið 1850 voru býlin 10 alls í bæjarhverfinu en munu hafa verið 12 meðan hjáleigur Fells voru í byggð, þó ekki öll samtímis. Búsetusaga eyddra býla er skráð hér, m.a. Fells og Steina undir Steinafjalli, ásamt staðarlýsingum.