Miðþorp

Miðþorp eða Þorpið nefnist byggðin milli Staðarár og Steinasands og íbúar Miðþorpsmenn. Árið 1850 voru 10 ábúendur í Þorpinu með heimajörðunum Kálfafelli og Kálfafellsstað. Undir Staðnum lágu nokkrar hjáleigur í gegnum aldirnar, sem enn má sjá ummerki eftir í landi Miðþorps. Hér er dregin fram saga þessara fornu hjáleigna og annarra leiguliða, m.a. frá Butru og Hellum.