Borgarhöfn

Borgarhöfn er annað bæjarhverfið í Suðursveit, talið að austan. Land þess afmarkast af Hestgerðiskambi í austri og Staðará í vestri, með fjörumörkin við Hálsós og Bjarnahraun. Borgarhöfn var skráð sem ein jörð í heimildum frá 18. öld en ávallt með mörgum býlum sem báru hvert sitt nafn. Árið 1850 voru skráð 11 býli í byggð í Borgarhöfn en 100 árum síðar átta ábúendur. Í Borgarhafnarlandi er víða að finna búsetuminjar frá 19. öld, jafnvel eldri, m.a. í Græntanga, Helluhrauni og Ekru. Samantekt á búsetusögu þeirra er kynnt hér.

Scroll to Top