Suðurhús

Ábúendatal

Erfitt er að rekja ábúendur í Suðurhúsum sem og öðrum býlum í Borgarhöfn. Nokkuð áreiðanlegar heimildir eru þó frá árinu 1816.[1] 

1816 – 1846: Bjarni Steinsson f. 1776 og kona hans Oddný Guðmundsdóttir f. 1776. Börn þeirra: Sigríður, f. 1800 á Kálfafelli, Margrét, f. 1801 á Kálfafelli, Steinn, f. 1804 á Breiðabólsstað, Guðmundur, f. 1809 á Reynivöllum, Jón, f. 1816 (öll í foreldrahúsum 1816), Oddný, f. 14.4. 1819, d. 24.4. 1819, ef til vill Benedikt, f. 1808 á Gerði (ólst upp hjá Þórði, bróður Bjarna) og Hólmfríður, f. 1810 á Kálfafelli.[1] Eftirtektarvert er barnalán þessara hjóna miðað við hversu algengur barnadauði var á 19. öld. 

1840 – 1855: Guðmundur Bjarnason f. 1809 og kona hans Málfríður Jónsdóttir f. 1813. Börn þeirra voru 15: andvana sveinbarn, f. 22.1. 1834, Benedikt, f. 13.7. 1835, d. 20.7. 1835, Oddný, f. 1836, Jón, f. 23.10. 1837, d. 30.10. 1837, Benedikt, f. 7.8. 1839, d. 10.8. 1839, andvana sveinbarn, f. 29.9. 1840, Margrét, f. 29.9. 1840, d. 24.4. 1853 á Hofi, andvana meybarn, f. 20.11. 1842, Guðný, f. 1844, Bjarni, f. 1846, Jón, f. 1848, Benedikt, f. 1850, Einar, f. 1853, Guðmundur, f. 6.4. 1853, d. 10.4. 1853, andvana piltbarn, f. 2.9. 1855. Ekki er hægt að segja að sama barnalán hafi fylgt þeim hjónum og föðurforeldrum Guðmundar. Bjarni faðir Guðmundar var vinnumaður hjá honum í Suðurhúsum til dauðadags 1853, en Oddný móðir hans fór víða um sem vinnukona, mest þó hjá börnum sínum.[2][3] 

1855 – 1861: Málfríður Jónsdóttir f. 1813, ekkja eftir Guðmund Bjarnason ásamt börnum sínum. Guðmundur dó aðeins 45 ára úr síðusting og gulu, og þá frá stórri fjölskyldu. Árið 1855 bjó Málfríður þar ásamt 6 börnum sínum og Kristjáni Þorvaldssyni, 23 ára vinnumanni. Einnig voru þar til húsa Daði Guðmundsson 61 árs og Ingibjörg Þorvarðardóttir, sögð hjón.[2][3]  

1861 – 1895: Bergur Pálsson f.1829 og kona hans Guðrún Jónsdóttir f.1835. Jón Þorsteinsson faðir hennar var sonur Rannveigar á Felli og Þorsteins síðasta manns hennar, og var hann Jón lengi bóndi í Lækjarhúsum í Borgarhöfn. Börn þeirra voru níu: Kristín, f. 1857, Jón, f. 26.11. 1858, d. 11.12. 1858, Auðbjörg, f. 1860, Páll, f. 3.8. 1861, d. 27.8. 1861, Páll, f. 1862, Jón, f. 1864, Katrín, f. 20.10. 1865, d. 14.5. 1873, Guðrún, f. 1868, Árni, f. 1870.[2][3][4] 

1895 – 1922: Jón Guðmundsson f. 1860 frá Skálafellsseli og kona hans Guðrún Bergsdóttir f. 1868, heimasæta í Suðurhúsum. Börn þeirra voru 15: Jóhanna Bergrún, f. 1891, Snjálaug Júlíana, f. 1892, Guðmundur, f. 12.7. 1893, d. 20.6. 1894, Sigjón, f. 1894, Auðbjörg, f. 1896, andvana meybarn, greftrað 20.2. 1897, Sigríður, f. 1898, Guðmundur, f. 1899, Jón, f. 21.5. 1901, d. 15.3. 1902, Guðrún, f. 11.10. 1902, d. 16.12. 1902, Guðrún, f. 1904, Gísli Júlíus, f. 1905, Lucia, f. 1906, Kristbjörg, f. 2.12. 1907, d. 6.5. 1908, Jónína Ástríður, f. 1912.[2][3][4] 

1922 – 1930: Guðrún Bergsdóttir ekkja eftir Jón Guðmundsson með börnum sínum.[2][3] 

1930 – 1984: Sigjón Jónsson f. 1894, hann giftist ekki. Sigjón bjó ekki samfellt í Suðurhúsum og starfaði mest við smíðar.[2][3][4] 

1930 – 1986: Guðmundur Jónsson f. 1899 og kona hans Jóhanna Kristín Jónsdóttir f. 1891 d. 1948. Börn þeirra: andvana sveinbarn, f. 20.4. 1928, Sigríður Halldóra, f. 1929. Hann var síðasti ábúandi í Suðurhúsum og andaðist á Skjólgarði á Höfn 1984.[2][3][4] 

1933 – 1934: Gísli Jónsson f. 1905, dó úr lungnabólgu 1934.[2][3] 

1938 –1939: Ingólfur Guðmundsson f. 1896 og kona hans Lúcia Jónsdóttir f. 1906. Þau komu frá Reynivöllum og fóru þangað aftur. Ingólfur lenti í Sæbjargarslysinu við Bjarnahraunssand 4.maí 1920. Stórsjór kom aftan á skipið í lendingu, svo að því hvolfdi fram yfir sig. Tveir menn fórust. Ingólfur gat haldið í bátsflakið, lærbrotinn rétt ofan við hnjálið. Henrik Erlendsson læknir var sóttur til Hafnar til að búa um brotið, en það greri skakkt og illa. Síðar var Ingólfur sendur til Reykjavíkur, brotinn upp en þá skarst á liðpokann með þeim afleiðingum að pokinn svignaði út. Enn var beinið brotið, nú á Akureyri og lagaðist nokkuð en eftir það var Ingólfur stórfatlaður.[2] [3][5] 

1942 – 1945: Hermann Eyjólfsson f. 1916 og kona hans Hulda Sigurðardóttir frá Króki í Borgarhöfn f. 1915. Þau voru með Sigjóni í búi. Börn þeirra voru fimm: Sigþór Valdimar, f. 1938, Gísli Eymundur, f. 1941, Gunnar Valur, f. 1942, Erla Sigríður, f. 1945 og Guðni Þór, f. 1954.[2][3] 

1956 – 1959: Ari Jónsson f. 1921 og kona hans Sigríður Halldóra Guðmundsdóttir f. 1929. Synir þeirra eru fjórir: Jón Guðni, f. 1952, Guðmundur Jóhann, f. 1954, Aðalgeir, f. 1957 og Einar Sigurbergur, f. 20.2. 1970, guðfrœðingur í Reykjavík.[2][3] 

Heimildir

[1]  Manntal á Íslandi 1816, I. hefti (1947). Akureyri: Ættfræðifélag Íslands.  
[2]  Þjóðskjalasafn Íslands (e.d.). Kálfafellsstaður, Prestþjónustubók 1816 – 1846; 1847 – 1911; 1911- 1961. Sótt á http//vefsja.skjalasafn.is 
[3]  Þjóðskjalasafn Íslands (e.d.).Kálfafellsstaður, Sóknarmannatal 1849-1879; 1881-1888; 1890-1905;1906-1925; 1926-1942; 1943-1959. Sótt á http//vefsja.skjalasafn.is 
[4]  Þorsteinn Guðmundsson, (1972). Byggðasaga Borgarhafnarhrepps. Í Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu: II. Bindi. Mýrar og Suðursveit (bls. 131-264). Reykjavík: Bókaútgáfa Guðjónsó. 
[5]  Einar Bragi, (1974). Þá var öldin önnur II. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja hf. 

Scroll to Top