Ítarefni

Heiðar Sigurðsson

Sævarhólar

Í grennd við bæinn voru hólar, sem hann bar nafn af. Sterkur grunur lék á því, að þar byggi huldufólk eða þetta fólk, sem menn sjá öðruhverju og ekki er jarðlífsfólk. Seinustu ábúendur á Sævarhólum voru Jón Þorsteinsson og Steinunn Stefánsdóttir, hálfsystir Guðnýjar ömmu minnar og amma Svavars listmálara, heiðarlegt fólk, sem ekki gat sagt ósatt. Í þeirra tíð á Sævarhólum bar það til á björtum degi á sumri, að lest sást koma austan úr landinu og hverfa fyrir hól, ekki langt frá bænum, og fram undan honum kom hún aldrei aftur. Hjá Jóni og Steinunni var unglingur, sem Dýrleif hét, Jónsdóttir Steinssonar, en Jón sá mun hafa verið bróðir Þórðar langafa míns. Dýrleif var einörð í æskunni eins og fleiri af Steinsætt og neitaði að huldufólk væri til, fór óvirðingarorðum um þá hégilju og manaði það jafnvel út úr hólunum, ef það væri þar inni. Eitt sumarkvöld um níuleytið,

Lesa meira »

Fífutjörn

Björn hét maður og var Jónsson, Björnssonar ríka á Reynivöllum, Brynjólfssonar prests á Kálfafellsstað, Guðmundssonar, en kona Björns á Reynivöllum og móðir Jóns var Bergljót dóttir Sigurðar Stefánssonar, sýslumanns á Smyrlabjörgum. Vandað fólk og fremur merkilegt. Björn Jónsson bjó í Borgarhöfn. Hann átti gráa hryssu, sem hélt sig alltaf í grennd við Fífutjörn, þegar hún gekk í haga. Eitthvert sumarið, líklega milli 1850 og 1860, skeði sú furða, að merin fyljaðist við tjörnina. Þetta þótti undur, því að menn þekktu þarna svo til allra kringumstæðna, að þeir töldu sig vita með fullri vissu, að enginn þessa heims graðfoli hefði komið nærri hryssunni. Svo kastaði hún folaldi á sínum tíma. Það var gráskjóttur hestur rennivakur. En það hótti einkennilegt, að hann var miklu loðnari en tíðkaðist um önnur folöld. Snemma fór líka að bera á því, að hann var mjög illvígur og hagaði sér líkast grimmum hundi, fitjaði upp á og

Lesa meira »

Borgarhöfn

Þessi byggð, sem ég kom þarna í fyrsta sinn í, hét Borgarhöfn. Það var mikið nafn, en það verkaði alltaf á mig eins og spéheiti. Þar var sem sé engin höfn. Og hver var borgin? Fólkið, sem þar bjó var kallað Borghefningar og Suðursveit Borgarhafnarhreppur, þegar menn töluðu um hreppsómaga. Þarna var víst þingstaður hreppsins, en það var áður en ég mundi til. Borgarhöfn var í austur til austurnorðausturs frá Þorpinu og um það bil hálftíma gangur milli byggðanna. Þar rann Staðará á milli og mjóir aurar beggja megin við hana. Borgarhafnarbæirnir voru átta á mínum fyrstu árum þar eystra. Sex stóðu stutt hver frá öðrum í hlýlegum króki, suðaustan undir lágu felli og suðvestan undir hærra fjalli, Borgarhafnarfjalli. Vestasti bærinn hét Ekra og stóð framan í fellinu. Hún var komin í eyði, áður en ég fór að heiman. Lítinn kipp fyrir austan hana voru Suðurhús, suðaustan í fellinu neðst.

Lesa meira »

Borgarhöfn

Ég man vel, þegar ég kom í fyrsta sinn í byggðarlagið, sem var næst fyrir austan Þorpið. Ég held faðir minn hafi sent mig þangað í einhverjum erindum, ég man ekki hverjum. Ekki man ég, hvað ég var þá margra ára, en ég var kominn það til manns, að ég gat farið þetta einn, þó að það væri hátt á þriðja tíma gangur og fjögur vötn á leiðinni auk Steinasands. En vötnin voru víst lítil, því að þetta var annaðhvort seint um haust eða mjög snemma vetrar. Ég man það af blænum á tímanum, og þá var alltaf lítið í vötnunum, ef ekki rigndi mikið. Ég man líka eftir blænum á veðrinu. Hann var svoleiðis, að það hefur verið þykkt loft og ekkert sólskin, en stillt og gott veður og bykknið ekki þykkt. Það var ákaflega djúp og hreyfingarlaus haustþögn alla leiðina. Mér gekk samt ekki vel að hugsa. Það

Lesa meira »

Fornt ákvæði

Á prestssetrinu Kálfafellsstað í Hornafirði áttu í heiðni að hafa búið hjón. Bóndinn hét Kálfur, en konan var Valva nefnd. Hvort það hefur verið nafn hennar, eða hún hefur verið nefnd svo, af því hún var forn í skapi, er ekki víst. En þegar kristni var lögtekin, var Kálfafellsstaður gjörður að prestssetri, og urðu þau því nauðug að víkja þaðan hún að Butru, sem var hjáleiga frá staðnum. En hvort hann hefur dáið áður en hún fór eða farið með henni að Butru, er óvíst. En hann er grafinn í langri laut, sem aðskilur Kálfafellsstað og innra Kálfafell, og er síðan nefnd Kálfagróf. Sést leiði þar ennþá, og er allótrúlegt, að bæirnir hafi tekið nafn sitt af Kálfi þessum.  En það er frá Völvu að segja, að hún hamaðist mjög yfir að fara frá staðnum og lagði það á hann, að engum presti skyldi þar vel vegna lengur en 20

Lesa meira »

Einbúi

Það má teljast merkilegt að býli skuli hafa verið byggt í Einbúa árið 1877. Ef til vill hafa verið einhverjar tóftir þar áður og kletturinn borið nafnið Einbúi frá fyrri tíð enda stakstæður. Á þessum tíma voru allar hjáleigur staðarins niður í landinu komnar í eyði og ekki byggt aftur á þeim stöðum. Býlið virðist hafa verið öreigakot. Þeir sem settust þar að hafa ef til vill  miðað við að hafa lífsviðurværi af sjósókn frá Bjarnahraunssandi frekar en búskap og býlið því nefnt húsmannsbýli. Bjarni Guðmundsson, fyrsti ábúandinn í Einbúa, var uppalinn í Borgarhöfn, sonur hjónanna Málfríðar Jónsdóttur (1813-1886) og Guðmundar Bjarnasonar (1809 – 1855). Hann var því kunnugur staðháttum. Foreldrar hans voru bræðrabörn, þau eignuðust fimmtán börn, flest dóu kornabörn eða fæddust andvana, aðeins sex þeirra komust til fullorðinsára. Guðmundur lést þegar Bjarni var 9 ára og þá tvístraðist fjölskyldan. Fyrri kona Bjarna var Guðrún Árnadóttir og dóu bæði börn

Lesa meira »

Sléttaleiti

Haustið 2003 var reist sumarhús á Sléttaleiti í Suðursveit. Þar hafði ekki verið byggt til íbúðar síðan 1940-41 að foreldrar mínir, Auðbjörg Jónsdóttir og Sveinn Mikael Einarsson, síðustu ábúendur þar, réðust í að byggja steinsteypt hús með hjálp sveitunga og vina, eins og þá og áður tíðkaðist. Aðalsmiðir við húsið voru bræður Auðbjargar, Sigjón og Guðmundur, bændur í Borgarhöfn.Í húsinu, á neðri hæð, var eldhús að sunnan en vetrarfjós að norðan.. Gengið úr eldhúsi upp stiga í nyrðra herbergi uppi og úr því í syðra herbergi sem var svefnherbergi foreldra minna og mitt, en í því nyrðra var svefnherbergi Bjarna bróður míns og um leið vinnuherbergi með prjónavél og saumavél móður okkar. Húsið var steypt úr sementi og fjörumöl, sem ekið var yfir lónið á hestakerru talsvert austan bæjar haustið fyrir byggingarsumar og geymd yfir veturinn í tyrftum haug, svo hún fyki ekki, síðan flutt í kerru vestur í brekkuna

Lesa meira »

Álfasaga

Á síðari hluta 19. aldar bjuggu hjónin Jón Daníelsson (1842-1888) og Guðrún Runólfsdóttir (f1841) á Helluhrauni í landareign Borgarhafnar í Suðursveit. Bærinn stóð á milli tveggja kletta niðri undir sjó. Guðrún sagði svo frá: „Þegar við Jón bjuggum í Helluhrauni urðum við þess fullviss að þar nærri væri hver klettur fullur af huldufólki enda var þar heil huldufólkskirkjusókn. Það var allt gott fólk, rækti kirkjugöngur, húslestra og alla góða siði. Það lifði á fjárrækt og heyjaði eins og við; og sömu lífsbaráttu háði það eins og við.“ Jón sá oft huldufólk við heyskap hjá klettunum og heyrði ýmis hljóð svo sem hófaslátt, hróp og köll, strokkhljóð, vefnaðarslátt og húslestur. Einu sinni var Jón einn heima en Guðrún hafði farið til kirkju með börnin. Þá kom inn í bæinn ung, falleg og góð stúlka með ungbarn á armi. Hún settist í stól og sagði Jóni að hún byggi þar rétt hjá en

Lesa meira »
Scroll to Top