Ítarefni

Suðurhús

Borgarhöfn

Þessi byggð, sem ég kom þarna í fyrsta sinn í, hét Borgarhöfn. Það var mikið nafn, en það verkaði alltaf á mig eins og spéheiti. Þar var sem sé engin höfn. Og hver var borgin? Fólkið, sem þar bjó var kallað Borghefningar og Suðursveit Borgarhafnarhreppur, þegar menn töluðu um hreppsómaga. Þarna var víst þingstaður hreppsins, en það var áður en ég mundi til. Borgarhöfn var í austur til austurnorðausturs frá Þorpinu og um það bil hálftíma gangur milli byggðanna. Þar rann Staðará á milli og mjóir aurar beggja megin við hana. Borgarhafnarbæirnir voru átta á mínum fyrstu árum þar eystra. Sex stóðu stutt hver frá öðrum í hlýlegum króki, suðaustan undir lágu felli og suðvestan undir hærra fjalli, Borgarhafnarfjalli. Vestasti bærinn hét Ekra og stóð framan í fellinu. Hún var komin í eyði, áður en ég fór að heiman. Lítinn kipp fyrir austan hana voru Suðurhús, suðaustan í fellinu neðst.

Lesa meira »
Scroll to Top