Ítarefni

Steinar

Vertu ekki hugsjúk

Systir Elínar Guðmundsdóttur, Hólmfríður að nafni, var gift manni, sem Jón hét. Dætur hennar og þeirra Elínar lifa ennþá. Hólmfríður þessi lagðist í einhverri veiki, og þegar veikin minnkaði, tók hún svoddan beinkröm, meðfram af langvinnri legu, að hana ætlaði að kreppa. Þeirra meðala var leitað, er föng voru á, en það kom fyrir ekki, hana kreppti meira og meira, svo fólk hélt, að hún yrði kararaumingi. Dreymdi þá Elínu heitina, sem þá var í Steinum, að bláklædd kona kæmi að rúmi hennar og segði: ,,Vertu ekki hugsjúk út úr heilsulasleika systur þinnar, því ég skal gefa henni smyrsl, þau er duga.” Hún vaknaði og þóttist sjá svip konunnar, er hún gekk burtu. En upp frá þessu fór henni að batna í fætinum, og sjúkdómurinn endaði svo, að hún varð alheil og lifði eftir það mörg ár. En ekki er þess getið, að konan hafi gefið henni nokkur smyrsli. Torfhildur

Lesa meira »

Frá Steinum og Sléttaleiti í Suðursveit

Erindi sem Benedikt Þorsteinsson frá Sléttaleiti  flutti á ættarmóti sem niðjar Þorsteins Jónssonar og Þórunnar Þórarinsdóttur héldu. Þorsteinn og Þórunn  bjuggu á Sléttaleiti 1908 – 1935 ásamt börnum sínum.Heimildir greina frá að með vissu hafi verið búið í Steinum  frá árinu 1600 og sennilega nokkuð lengur. Upphaflega hafa Steinar verið í landnámi Hrollaugs Rögnvaldssonar sem nam land í Hornafirði og bjó fyrst undir Almannaskarði og síðar á Breiðabólsstað. Ýmis örnefni í landi Steina og Breiðabólsstaðabæja benda til að Papar eða aðrir kristnir menn hafi búið þar áður svo sem eins og Papbýlisfjall sem síðar nefndist Breiðabólsstaðarfjall eða Staðarfjall.  Sögur herma að í Steinum  hafi oft búið uppgjafaprestar frá Kálfafellsstað og stundum prestsekkjur. Steinar þóttu góð bújörð og henni fylgdu ýmis hlunnindi svo sem sjávarfjara alllöng, skógur á Steinadal, grastekja í Hvannadal, silungsveiði í Lóninu og ekki síst voru talin hlunnindi að fram með bæjarveggnum rann lækur ofan úr brekkunni og út í Lónið

Lesa meira »

Að koma við í Steinum

Þorbjörg Arnórsdóttir skráði árið 2004 Það er gaman að staldra við undir Steinafjalli í Suðursveit, nánar tiltekið undir austurhlíðum Steinafjalls spölkorn frá Sléttaleiti. Þar eru greinilegar búsetuminjar frá öndverðri 19. öld, gamlar tættur og hleðslur sem vekja undrun og eftirtekt. Þær eru flestar á þeim slóðum þar sem hlíðin mætir sléttlendinu, innan um eða neðan undir steinum og stórbjörgum sem hrapað hafa úr klettunum fyrir ofan hlíðina. Þar eru tættur bæjarins í Steinum í Suðursveit sem lagðist í eyði 1829, og fluttist ári síðar vestur með hlíðinni að Sléttaleiti. Örskammt frá tættunum er stór stakstæður steinn, steinninn Prestastóll, stórvitur og margfróður, segir Þórbergur. Í Steinum gæti verið skemmtilegur áningarstaður fyrir ferðafólk, þar sem skyggnst er inn í liðna tíð en jafnframt hægt að njóta hrikaleika náttúrunnar og upplifa sterkt hvernig fólkið í landinu hefur orðið að berjast fyrir tilveru sinni við óvægin náttúruöfl og sérkennilegar aðstæður. Hér birtist hluti af grein um eyðibýlið Steina,

Lesa meira »
Scroll to Top