Ítarefni

Sléttaleiti

Sléttaleiti

Haustið 2003 var reist sumarhús á Sléttaleiti í Suðursveit. Þar hafði ekki verið byggt til íbúðar síðan 1940-41 að foreldrar mínir, Auðbjörg Jónsdóttir og Sveinn Mikael Einarsson, síðustu ábúendur þar, réðust í að byggja steinsteypt hús með hjálp sveitunga og vina, eins og þá og áður tíðkaðist. Aðalsmiðir við húsið voru bræður Auðbjargar, Sigjón og Guðmundur, bændur í Borgarhöfn.Í húsinu, á neðri hæð, var eldhús að sunnan en vetrarfjós að norðan.. Gengið úr eldhúsi upp stiga í nyrðra herbergi uppi og úr því í syðra herbergi sem var svefnherbergi foreldra minna og mitt, en í því nyrðra var svefnherbergi Bjarna bróður míns og um leið vinnuherbergi með prjónavél og saumavél móður okkar. Húsið var steypt úr sementi og fjörumöl, sem ekið var yfir lónið á hestakerru talsvert austan bæjar haustið fyrir byggingarsumar og geymd yfir veturinn í tyrftum haug, svo hún fyki ekki, síðan flutt í kerru vestur í brekkuna

Lesa meira »

Frá Steinum og Sléttaleiti í Suðursveit

Erindi sem Benedikt Þorsteinsson frá Sléttaleiti  flutti á ættarmóti sem niðjar Þorsteins Jónssonar og Þórunnar Þórarinsdóttur héldu. Þorsteinn og Þórunn  bjuggu á Sléttaleiti 1908 – 1935 ásamt börnum sínum.Heimildir greina frá að með vissu hafi verið búið í Steinum  frá árinu 1600 og sennilega nokkuð lengur. Upphaflega hafa Steinar verið í landnámi Hrollaugs Rögnvaldssonar sem nam land í Hornafirði og bjó fyrst undir Almannaskarði og síðar á Breiðabólsstað. Ýmis örnefni í landi Steina og Breiðabólsstaðabæja benda til að Papar eða aðrir kristnir menn hafi búið þar áður svo sem eins og Papbýlisfjall sem síðar nefndist Breiðabólsstaðarfjall eða Staðarfjall.  Sögur herma að í Steinum  hafi oft búið uppgjafaprestar frá Kálfafellsstað og stundum prestsekkjur. Steinar þóttu góð bújörð og henni fylgdu ýmis hlunnindi svo sem sjávarfjara alllöng, skógur á Steinadal, grastekja í Hvannadal, silungsveiði í Lóninu og ekki síst voru talin hlunnindi að fram með bæjarveggnum rann lækur ofan úr brekkunni og út í Lónið

Lesa meira »

Sléttaleiti í Suðursveit

Þegar ekið er eftir þjóðveginum þar sem hann liggur meðfram Steinafjalli í Suðursveit undra sig margir á bæjarstæði upp í hlíðinni þar sem við blasa rústir af gömlu eyðibýli, Sléttaleiti. Nafnið hljómar sem öfugmæli enda stendur bærinn í brattri fjallshlíð undir hrikalegum hömrum. Um nafnið hefur varðveist eftirfarandi vísa: Sléttaleiti skilst mér síst að heiti betur færi, ef Brattahlíðbærinn nefndist sína tíð. Sléttaleiti stóð í sléttri og nokkuð brattri brekku uppi undir miðri fjallshlíðinni, talsverðan spöl fyrir austan Markaleiti. Þangað var tæpur hálftíma gangur frá Hala. Þar var útsýni mikið og fagurt til austurs og suðvesturs og langt út á sjóinn. En fyrir ofan bæinn voru háir klettar og stutt upp að þeim, af því að fjallshlíðin var lægri, þegar austur eftir dró en vestar með fjallinu. Það hrapaði öðru hverju úr klettunum og áður en minnst varði birtust nýstárlegir steinar í brekkunni, stundum með skellum og skruðningum, stundum hljóðir

Lesa meira »