Sléttaleiti
Haustið 2003 var reist sumarhús á Sléttaleiti í Suðursveit. Þar hafði ekki verið byggt til íbúðar síðan 1940-41 að foreldrar mínir, Auðbjörg Jónsdóttir og Sveinn Mikael Einarsson, síðustu ábúendur þar, réðust í að byggja steinsteypt hús með hjálp sveitunga og vina, eins og þá og áður tíðkaðist. Aðalsmiðir við húsið voru bræður Auðbjargar, Sigjón og Guðmundur, bændur í Borgarhöfn.Í húsinu, á neðri hæð, var eldhús að sunnan en vetrarfjós að norðan.. Gengið úr eldhúsi upp stiga í nyrðra herbergi uppi og úr því í syðra herbergi sem var svefnherbergi foreldra minna og mitt, en í því nyrðra var svefnherbergi Bjarna bróður míns og um leið vinnuherbergi með prjónavél og saumavél móður okkar. Húsið var steypt úr sementi og fjörumöl, sem ekið var yfir lónið á hestakerru talsvert austan bæjar haustið fyrir byggingarsumar og geymd yfir veturinn í tyrftum haug, svo hún fyki ekki, síðan flutt í kerru vestur í brekkuna