Ítarefni

Selmýri

Þrír feðgar

Benedikt Erlendsson, Pálmi sonur hans og Kristinn sonarsonur Það bar til á austustu bæjunum í Suðursveit haustið 1843 að tveir menn sáust koma austan Kolgrímuaura með fjárhóp á undan sér. „Hverjir gátu þetta verið“, sagði fólkið á bæjunum. Allar réttir voru afstaðnar og ekki von á neinum rekstrum. Menn voru þetta samt og kindahóp ráku þeir á undan sér. Þegar hópurinn nálgaðist byggðina kom fólkið á bæjunum sér fyrir á þeim stöðum sem best sást til mannaferða. Það hljóp fram á hlaðvarpann, upp á bæjarveggina, jafnvel upp á húsþökin en allt kom fyrir eitt, enginn var nær um þessa dularfullu menn. Vestur Suðursveit mjakaðist hópurinn, bær tók við af bæ að horfa til þeirra en enginn komst að neinni niðurstöðu um hvaða menn þetta gætu verið. Þeir sem best þóttust sjá töldu að annar maðurinn væri kona en aðrir báru það til baka. Upp úr sólarlagi sást hópurinn hverfa heim

Lesa meira »
Scroll to Top