Ítarefni

Sævarhólar

Bjarndýrið í Sævarhólum

Á Sævarhólum í Suðursveit (nú er sú jörð í eyði) kom það fyrir dag einn um vetrartíma að veður var svo vont að ekki varð komist í eldhúsið til að kveikja upp eld. Það var útieldhús. Síðla um dagin lagði bóndi til að komast í eldhúsið til að ná hangikjöti handa fólkinu. Furðar hann á því að eldhúsið er opið en þegar hann kemur inn sér hann að bjarndýr liggur þar inni og hefur fætt af sér tvo húna og voru þeir að sjúga. Bónda sýndist dýrið mjög sultarlegt. Tók hann því eitt sauðarkrof og fleygði fyrir það. Át dýrið krofið með mikilli græðgi og sýndist honum það vilja meira. Þar var hrútur í eldhúsinu. Virtist honum það líta girndaraugum til hrútsins. Tók hann þá hrútinn og skar hann og fleygði skrokknum til dýrsins og át það hann með bestu lyst og sýndist bónda það þá vera í góðu skapi.

Lesa meira »

Árni á Sævarhólum

Sögn Elínar Guðmundsdóttur, sem dó um áttrætt, en henni sagði gamalt fólk þar eystra, sem dó fjörgamalt í ungdæmi hennar, og átti þessi saga að hafa gerzt í ungdæmi foreldra þeirra, sem kunna að ættfæra fólkið gjörsamlega og mundu öll nöfnin. Þá var allsherjaþing á Þingvöllum og líflát tíðkuð. Á Sævarhólum í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu bjó bóndi, sem Árni hét. Hann var orðlagt valmenni, stillingarmaður mesti og kom hvívetna fram til hins bezta. Hann þótti vel greindur og vel menntur, að þeirrar tíðar hætti. Hann var kvæntur, en búin er ég að gleyma hvað konan hét. Hún var talin góð kona, en lítilsigld, og bar lítið á henni. Ekki er ótrúlegt, að hún hafi verið við aldur og hann átt hana til fjár, því þau áttu engin börn. Þó var þess ekki getið. Vinnukonu höfðu þau hjón, æði mikla fyrir sér, og sat hún mjög svo ofan á húsfreyju. Hann

Lesa meira »

Sævarhólar

Í grennd við bæinn voru hólar, sem hann bar nafn af. Sterkur grunur lék á því, að þar byggi huldufólk eða þetta fólk, sem menn sjá öðruhverju og ekki er jarðlífsfólk. Seinustu ábúendur á Sævarhólum voru Jón Þorsteinsson og Steinunn Stefánsdóttir, hálfsystir Guðnýjar ömmu minnar og amma Svavars listmálara, heiðarlegt fólk, sem ekki gat sagt ósatt. Í þeirra tíð á Sævarhólum bar það til á björtum degi á sumri, að lest sást koma austan úr landinu og hverfa fyrir hól, ekki langt frá bænum, og fram undan honum kom hún aldrei aftur. Hjá Jóni og Steinunni var unglingur, sem Dýrleif hét, Jónsdóttir Steinssonar, en Jón sá mun hafa verið bróðir Þórðar langafa míns. Dýrleif var einörð í æskunni eins og fleiri af Steinsætt og neitaði að huldufólk væri til, fór óvirðingarorðum um þá hégilju og manaði það jafnvel út úr hólunum, ef það væri þar inni. Eitt sumarkvöld um níuleytið,

Lesa meira »