Bjarndýrið í Sævarhólum
Á Sævarhólum í Suðursveit (nú er sú jörð í eyði) kom það fyrir dag einn um vetrartíma að veður var svo vont að ekki varð komist í eldhúsið til að kveikja upp eld. Það var útieldhús. Síðla um dagin lagði bóndi til að komast í eldhúsið til að ná hangikjöti handa fólkinu. Furðar hann á því að eldhúsið er opið en þegar hann kemur inn sér hann að bjarndýr liggur þar inni og hefur fætt af sér tvo húna og voru þeir að sjúga. Bónda sýndist dýrið mjög sultarlegt. Tók hann því eitt sauðarkrof og fleygði fyrir það. Át dýrið krofið með mikilli græðgi og sýndist honum það vilja meira. Þar var hrútur í eldhúsinu. Virtist honum það líta girndaraugum til hrútsins. Tók hann þá hrútinn og skar hann og fleygði skrokknum til dýrsins og át það hann með bestu lyst og sýndist bónda það þá vera í góðu skapi.