Ítarefni

Mattakofi

Einbúinn í Kambtúni

Hann var alltaf kallaður Matti, en hét fullu nafni Karl Matthías Sigurðsson fæddur 30. október 1887. Hann átti heimili á Skálafelli en var búinn að vera á ýmsum stöðum. Hann hóf búskap í Kambtúni 1934 er foreldar okkar, Ólafur Gísalson og Sigríður Björnsdóttir, leyfðu honum að byggja sér bæ og útihús í landareign sinni, nánar tiltekið í hvammi vestan við Hestgerðiskamb er nefnist Kambtún. Hann nefndi bæ sinn Hvamm. Fjárhús og íveruhús voru byggð í sömu tóft en skilið á milli og var járn á þaki timburþil. Íveruhúsið var þiljað innan. Sveitungarnir hjálpuðu honum við að byggja húsin en móðir okkar eldaði matinn handa þeim og borðuðu þeir heima hjá okkur en kaffi var þeim fært. Það gekk fljótt að byggja húsin og sannast þar að margar hendur vinna létt verk og fljótt var komin mynd á bygginguna og þak yfir. Í minningunni var alltaf gott veður í þá daga.

Lesa meira »

Komdu í Kamptún, ef þér þykir langt

Sögn Elínar Guðmundsdóttur og fleira fjörgamals fólks þar eystra Fyrir ævalöngu var vegur frá Möðrudal á Fjöllum og þeim bæjum yfir Vatnajökul og niður í Staðarhálsa, skóglendi innar af Staðardal í Suðursveit eystra. Þar er nú jökull hár. Því voru þessar ferðir tíðkaðar, að aflasælt var um þær mundir undir Hálsakletti og víðar þar í grennd. Komu þangað að norðan ár hvert margir sjóróðrarmenn, og áttu þeir búðir sunnan undir Hestagerðiskambi, er Kamptún nefnast. Sjást þar enn greinileg merki um tóftir, og þær nokkrar að mig minnir. Ég reið þar oft um í æsku. Annar flokkurinn átti sér sjóbúðir í Borgarhafnarhálsum, úti á fjörunni. Ógjörla man ég, hvort það sér nú merki búða, því það er ekki á alfaravegi, en stendur við sjó. Urðu þeir úr Kamptúni að fara sjóleið yfir Hestgerðislónið, er þeir fóru til sjávar. Af líferni þessara manna eru ennþá, eftir svo margar aldir, margar ljótar sögur,

Lesa meira »