Ítarefni

Hellar

Sögur af Ragnhildi Steinsdóttur

Ragnhildur var trúkona mikil og bænheit og þótti kraftur fylgja bænum hennar. Hún var hagorð, en af kveðskap hennar kann ég aðeins eina vísu. Þau Þorvarður áttu son, sem Steinn hét. Til hans kvað einhver smávaxinn náungi og máski ekki fullvaxta þessa vísu, þegar þau bjuggu í Hellum: – Hvað ert þú að hrífugóla, Hella punga geir? Ertu að sækja soð til jóla svo sem blöndu Freyr. Ragnhildur svaraði fyrir son sinn: Þó að þú hæðir mína og mig,músarskottið gráa, á soði og blöndu seddu þig. Svo færðu vöxtinn háa. Ragnhildur var yfirsetukona og þótti takast mjög vel. Sagt er hún hafi tekið á móti Torfhildi Hólm, dóttur séra Þorsteins Einarssonar, og að Torfhildur hafi haft á henni miklar mætur alla ævi. Þessi saga var sögð um bænhita Ragnhildar. Hún sat yfir Sigríði Sigurðardóttur á Kálfafelli, konu Jóns Þórðarsonar, bróðursonar Ragnhildar, þegar hún átti fyrsta barn sitt. Þá var Ragnhildur

Lesa meira »

Fornt ákvæði

Á prestssetrinu Kálfafellsstað í Hornafirði áttu í heiðni að hafa búið hjón. Bóndinn hét Kálfur, en konan var Valva nefnd. Hvort það hefur verið nafn hennar, eða hún hefur verið nefnd svo, af því hún var forn í skapi, er ekki víst. En þegar kristni var lögtekin, var Kálfafellsstaður gjörður að prestssetri, og urðu þau því nauðug að víkja þaðan hún að Butru, sem var hjáleiga frá staðnum. En hvort hann hefur dáið áður en hún fór eða farið með henni að Butru, er óvíst. En hann er grafinn í langri laut, sem aðskilur Kálfafellsstað og innra Kálfafell, og er síðan nefnd Kálfagróf. Sést leiði þar ennþá, og er allótrúlegt, að bæirnir hafi tekið nafn sitt af Kálfi þessum.  En það er frá Völvu að segja, að hún hamaðist mjög yfir að fara frá staðnum og lagði það á hann, að engum presti skyldi þar vel vegna lengur en 20

Lesa meira »
Scroll to Top