Sögur af Ragnhildi Steinsdóttur
Ragnhildur var trúkona mikil og bænheit og þótti kraftur fylgja bænum hennar. Hún var hagorð, en af kveðskap hennar kann ég aðeins eina vísu. Þau Þorvarður áttu son, sem Steinn hét. Til hans kvað einhver smávaxinn náungi og máski ekki fullvaxta þessa vísu, þegar þau bjuggu í Hellum: – Hvað ert þú að hrífugóla, Hella punga geir? Ertu að sækja soð til jóla svo sem blöndu Freyr. Ragnhildur svaraði fyrir son sinn: Þó að þú hæðir mína og mig,músarskottið gráa, á soði og blöndu seddu þig. Svo færðu vöxtinn háa. Ragnhildur var yfirsetukona og þótti takast mjög vel. Sagt er hún hafi tekið á móti Torfhildi Hólm, dóttur séra Þorsteins Einarssonar, og að Torfhildur hafi haft á henni miklar mætur alla ævi. Þessi saga var sögð um bænhita Ragnhildar. Hún sat yfir Sigríði Sigurðardóttur á Kálfafelli, konu Jóns Þórðarsonar, bróðursonar Ragnhildar, þegar hún átti fyrsta barn sitt. Þá var Ragnhildur