Ítarefni

Fell

Sögur af síðustu ábúendum á Felli

Þórbergur Þórðarson lýsir Vigfúsi Sigurðssyni bónda á Felli svo: „Ég sá Vigfús langömmubróður minn einu sinni svo að mér sé í minni. Hann kom að Hala og stóð austan undir eldhúsveggnum, með bakið upp að veggnum og studdist fram á staf og var að tala við einhvern. Það var sólskin og sól áreiðanlega ekki komin í hádegisstað. Það skein austansól á Vigfús og vegginn. Mér sýndist hann vera afar gamall, og ég sá ekki betur en hann væri blindur. Hann horfði á móti sólinni eins og hann hitti ekki alveg á hana með augunum. Þá er mér óhætt að horfa mikið framan í hann, hugsaði ég og góndi mikið. Þá var ég lítill. Hann var með beint nef og sítt alskegg og tvær stórar tennur í efri góm, og það heyrðist í þeim líkt og maðkaflugu þegar hann talaði. Það var sagt að Vigfús hafi verið sterkur en frekar þungur

Lesa meira »

Hallæristíðir

Þegar hallæristíðirnar voru, bjó á Felli í Suðursveit ríkur bóndi, Þorsteinn Vigfússon, maður Ingunnar, sem var hálfsystir Elínar, er sagði mér söguna. Ingunn var víst nokkrum áratugum eldri en Elín, sem dó á áttræðisaldri nú fyrir tuttugu árum. Þorsteinn þessi átti Fellið, sem þá var hundrað hundraða, en er nú aðeins metið eitt hundrað. Jörðin hefur góðar fjörur, en Vatnajökull hefur eyðilagt hana. Eitt vor átti Ingunn barn, og var þá svo þröngt í búi, að hún lét sjóða handa sér á sængina gamlan og tóman, hanginn grútar selmaga, og deif hún maganum ofan í grútinn, sem af rann. Sagði hún svo frá síðar, að enginn réttur hefði sér smakkazt betur, því hungrið kryddaði hann. Sama vorið, eða vorið áður, kom göngufólk austan úr sveitum til að fá sér gistingu. Veturinn hafði verið geipiharður, svo að fólk horféll. Um vorið rak hákarl á Felli, og var lifrin brædd, en grútnum,

Lesa meira »
Scroll to Top