Álfasaga
Á síðari hluta 19. aldar bjuggu hjónin Jón Daníelsson (1842-1888) og Guðrún Runólfsdóttir (f1841) á Helluhrauni í landareign Borgarhafnar í Suðursveit. Bærinn stóð á milli tveggja kletta niðri undir sjó. Guðrún sagði svo frá: „Þegar við Jón bjuggum í Helluhrauni urðum við þess fullviss að þar nærri væri hver klettur fullur af huldufólki enda var þar heil huldufólkskirkjusókn. Það var allt gott fólk, rækti kirkjugöngur, húslestra og alla góða siði. Það lifði á fjárrækt og heyjaði eins og við; og sömu lífsbaráttu háði það eins og við.“ Jón sá oft huldufólk við heyskap hjá klettunum og heyrði ýmis hljóð svo sem hófaslátt, hróp og köll, strokkhljóð, vefnaðarslátt og húslestur. Einu sinni var Jón einn heima en Guðrún hafði farið til kirkju með börnin. Þá kom inn í bæinn ung, falleg og góð stúlka með ungbarn á armi. Hún settist í stól og sagði Jóni að hún byggi þar rétt hjá en