Ítarefni

Græntangi

Fífutjörn

Björn hét maður og var Jónsson, Björnssonar ríka á Reynivöllum, Brynjólfssonar prests á Kálfafellsstað, Guðmundssonar, en kona Björns á Reynivöllum og móðir Jóns var Bergljót dóttir Sigurðar Stefánssonar, sýslumanns á Smyrlabjörgum. Vandað fólk og fremur merkilegt. Björn Jónsson bjó í Borgarhöfn. Hann átti gráa hryssu, sem hélt sig alltaf í grennd við Fífutjörn, þegar hún gekk í haga. Eitthvert sumarið, líklega milli 1850 og 1860, skeði sú furða, að merin fyljaðist við tjörnina. Þetta þótti undur, því að menn þekktu þarna svo til allra kringumstæðna, að þeir töldu sig vita með fullri vissu, að enginn þessa heims graðfoli hefði komið nærri hryssunni. Svo kastaði hún folaldi á sínum tíma. Það var gráskjóttur hestur rennivakur. En það hótti einkennilegt, að hann var miklu loðnari en tíðkaðist um önnur folöld. Snemma fór líka að bera á því, að hann var mjög illvígur og hagaði sér líkast grimmum hundi, fitjaði upp á og

Lesa meira »

Borgarhöfn

Ég man vel, þegar ég kom í fyrsta sinn í byggðarlagið, sem var næst fyrir austan Þorpið. Ég held faðir minn hafi sent mig þangað í einhverjum erindum, ég man ekki hverjum. Ekki man ég, hvað ég var þá margra ára, en ég var kominn það til manns, að ég gat farið þetta einn, þó að það væri hátt á þriðja tíma gangur og fjögur vötn á leiðinni auk Steinasands. En vötnin voru víst lítil, því að þetta var annaðhvort seint um haust eða mjög snemma vetrar. Ég man það af blænum á tímanum, og þá var alltaf lítið í vötnunum, ef ekki rigndi mikið. Ég man líka eftir blænum á veðrinu. Hann var svoleiðis, að það hefur verið þykkt loft og ekkert sólskin, en stillt og gott veður og bykknið ekki þykkt. Það var ákaflega djúp og hreyfingarlaus haustþögn alla leiðina. Mér gekk samt ekki vel að hugsa. Það

Lesa meira »