Fífutjörn
Björn hét maður og var Jónsson, Björnssonar ríka á Reynivöllum, Brynjólfssonar prests á Kálfafellsstað, Guðmundssonar, en kona Björns á Reynivöllum og móðir Jóns var Bergljót dóttir Sigurðar Stefánssonar, sýslumanns á Smyrlabjörgum. Vandað fólk og fremur merkilegt. Björn Jónsson bjó í Borgarhöfn. Hann átti gráa hryssu, sem hélt sig alltaf í grennd við Fífutjörn, þegar hún gekk í haga. Eitthvert sumarið, líklega milli 1850 og 1860, skeði sú furða, að merin fyljaðist við tjörnina. Þetta þótti undur, því að menn þekktu þarna svo til allra kringumstæðna, að þeir töldu sig vita með fullri vissu, að enginn þessa heims graðfoli hefði komið nærri hryssunni. Svo kastaði hún folaldi á sínum tíma. Það var gráskjóttur hestur rennivakur. En það hótti einkennilegt, að hann var miklu loðnari en tíðkaðist um önnur folöld. Snemma fór líka að bera á því, að hann var mjög illvígur og hagaði sér líkast grimmum hundi, fitjaði upp á og